Opnun tilboða

Borgarlína um Hamraborg, frumdrög

27.6.2023

Vegagerðin bauð út vinnu við frumdrög Borgarlínu um Hamraborg eftir Hafnarfjarðarvegi. Verkefnið felur m.a. í sér frumdrög að borgarlínuleiðum og staðsetningu og útfærslu stöðvar/-a í Hamraborg.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 6. júní 2023, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.

Þriðjudaginn 27. júlí 2023 voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu kröfur útboðsins um fjárhagslegt hæfi og Verkís hf. uppfyllti kröfur um tæknilegt- og faglegt hæfi. Í ljósi þess er ekki þörf á að meta tilboð á grundvelli matsþátta.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 25.000.000 100,0 3.015
Verkís hf., Reykjavík 21.985.385 87,9 0