Auglýst útboð

Vetrarþjónusta Vestur – Skaftafellssýslu 2018-2021, Vík – Kirkjubæjarklaustur

9.4.2018

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu árin 2018-2021 á eftirtöldum leiðum:

  • Hringvegur ( 1 )  Vík  - Kirkjubæjarklaustur                                      71 km.
  • Meðallandsvegur (204)  Hringvegur  - Fossar, klæðingarendi          13 km.
  • Skaftártunguvegur (208)  Hringvegur – Hrífunesvegur                  5 km.
  • Hrífunesvegur ( 209 )   Flaga - Skaftártunguvegur                          2,5 km.
  • Fjaðrárgljúfur (F 206-11 )  Lakavegur – Gönguleið                          1.0 km.

Heildarlengd megin vegakafla er um 93  km.

Helstu magntölur á ári eru: 

  • Akstur mokstursbíls  20.000 km.  

Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 2021.

Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni Hrísmýri 2 á Selfossi og Borgartúni  7 í  Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 10. apríl.  Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. apríl 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.