Auglýst útboð

Vatnsdalsvegur (722), Hringvegur – Undirfell og Svínvetningabraut(731), Kaldakinn - Tindar, hönnun

14.7.2023

Vegagerðin býður hér með út for- og verkhönnun fyrir endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) frá
Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabrautar frá Köldukinn að Tindum. Verkið felst í því að for- og verkhanna Vatnsdalsveg á um 14,3 km langri leið frá Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabraut á um 6,1 km langri leið frá Köldukinn að Tindum. Samtals um 20,4 km. Verkið felst einnig í að for- og verkhanna 26 minni heimreiðar, samtals um 3,9 km að lengd. Heildarlengd vega er því um 24,3 km. Á vegkaflanum skal auk þess hanna vegamót Vatnsdalsvegar og Hringvegar, aðlögun túntenginga og a.m.k. eitt búfjárræsi.

Verkinu skal að fullu lokið 20. desember 2024.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með föstudeginum 14. júlí 2023  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  15. ágúst 2023.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 25. ágúst 2023 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.