Matsáætlanir
  • Matsáætlun-teikning

Hringvegur (1a3/a4) um Síðu í Skaftárhreppi, milli Fossála og Breiðbalakvíslar - matsáætlun

24.8.2023

 Vegagerðin hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra samgöngubóta á Hringvegi (1-a3/a4) um Síðu, austan Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi. 

Til stendur að endur- og/eða nýbyggja Hringveg milli Fossála og Breiðbalakvíslar. Tveir valkostir eru lagðir fram og í tengslum við framkvæmdina verða byggðar nýjar tveggja akreina brýr yfir Fossála og Breiðbalakvísl.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur svæðinu og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa svæðisins, tryggja greiðari samgöngur, bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi og draga úr hljóðmengun.

Í matsáætluninni er gerð grein fyrir framkvæmdinni, framkvæmda- og áhrifasvæði hennar, ásamt þeim þáttum umhverfisins sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum. Í matsáætlun er jafnframt lýst hvernig staðið er að rannsóknum og mati á áhrifum.

Matsáætlun fer í formlegt umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun sem einnig leitar umsagna fagstofnana og leyfisveitenda eftir því sem við á. Þá sér Skipulagsstofnun einnig um að matsáætlun sé kynnt almenningi.

            Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að tillaga að matsáætlun byggist á fyrirliggjandi gögnum og að ekki er gert ráð fyrir beinum rannsóknum vegna undirbúnings matsáætlunarinnar sjálfrar.

Matsáætlun

Teikning