Fréttir

Grindavíkurvegur undir hrauni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

23. maí 2024 : Vegagerð, viðgerðir og varnargarðar

Jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaga hafa sett mikinn svip á starfsemi Vegagerðarinnar undanfarna mánuði. Frá því að jarðhræringar hófust í Grindavík í nóvember 2023 hefur Vegagerðin sinnt margvíslegum verkefnum í og við bæinn. Viðgerðir á vegum, vegagerð yfir hraun, aukin vetrarþjónusta, kortlagning á sprungum og holrýmum undir bænum og aðkoma að byggingu varnargarða eru á meðal helstu verkefna.

Framkvæmdir við Fjarðarhornsá í maí 2024. Mynd: Haukur Sigurðsson

17. maí 2024 : Framkvæmdir hafnar við brú yfir Fjarðarhornsá

Framkvæmdir við verkið Vestfjarðavegur (60) um Fjarðarhornsá og Skálmardalsá ganga vel. Fyrstu steypunni var hellt í mót við brúna yfir Fjarðarhornsá í maí en brúarsmíðinni lýkur í desember á þessu ári. Verkið í heild á að klárast í desember 2025.

Brunaæfing í Hvalfjarðargöngum 15. maí 2024.

16. maí 2024 : Vel heppnuð slökkviæfing í Hvalfjarðargöngum

Umfangsmikil slökkviæfing fór fram í Hvalfjarðargöngum síðastliðinn miðvikudag. Æfingin var á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og þótti takast vel.

 

Fréttasafn