Fréttir

Vel heppnuð slökkviæfing í Hvalfjarðargöngum - 16.5.2024

  • Brunaæfing í Hvalfjarðargöngum 15. maí 2024.

Umfangsmikil slökkviæfing fór fram í Hvalfjarðargöngum síðastliðinn miðvikudag. Æfingin var á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og þótti takast vel.

 

Lesa meira

Öllum tilboðum í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar hafnað - 16.5.2024

  • Reykjavíkurflugvöllur.

Vegagerðin bauð út áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði í vetur. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024-2027. Tilboð voru opnuð þann 30. apríl 2024 síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust en þau voru öll töluvert yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum.

Lesa meira

Hvalfjarðargöng lokuð 15. maí frá klukkan 21-23 vegna brunaræfingar - 13.5.2024

  • Lokunin stendur yfir frá klukkan 21-23.

Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21-23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.  Hjáleið verður um Hvalfjörð (47) meðan á æfingunni stendur.

Lesa meira

Mjóafjarðarheiði opnuð - 10.5.2024

  • Búið er að stinga í gegn og heiðin fær vel búnum bílum.

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum bílum. Búið er að stinga í gegnum skaflana sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra háir. Mikill snjór er enn á heiðinni og krapi og klaki á veginum. Áfram verður unnið að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar geti mæst með góðu móti.

Lesa meira