Fréttir
  • Forsíða handbókarinnar

Vinnsla steinefna - handbók

komin út í pdf-formi

8.3.2018

Komin er út Handbók um vinnslu steinefna til Vegagerðar og er hún aðgengileg á pdf-formi á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Handbókin er samin af Hafdísi Eygló Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni og meðhöfundur er Gunnar Bjarnason forstöðumaður hjá Vegagerðinni. Kostnaður við gerð handbókarinnar var að mestu greiddur af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar en að nokkrum hluta af jarðefnadeild og framkvæmdadeild Vegagerðarinnar.

Handbókin er unnin upp úr skýrslunni „Vinnsla steinefna til Vegagerðar – tækjabúnaður, verktækni og framleiðslueftirlit“ sem kom út árið 2013. Í þeirri skýrslu er ýmiskonar ítarefni sem ekki er endurtekið í handbókinni. Myndir hafa hinsvegar verið uppfærðar og þvottur á steinefnum hefur fengið meira vægi. Í handbókinni er ekki fjallað um kröfur til steinefna né um tíðni framleiðsluprófa en um það efni fjallar ritið „ Efnisrannsóknir og efniskröfur –leiðbeiningar við hönnun framleiðslu og framkvæmd “. Skýrsluna og ritið er hægt að nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar.