Fréttir
  • Útlendingar um Hvalfjarðargöng árið 2016

Útlendingar um 10 prósent ökumanna í Hvalfjarðargöngum

á síðast ári samkvæmt umferðarkönnun

20.1.2017

Samkvæmt umferðarkönnun sem Vegagerðin stóð fyrir árið 2016 í Hvalfjarðargöngum, í samstarfi við Spöl,  eru útlendingar um 10 prósent ökumanna sem fara um göngin. Könnuninni sem verður framhaldið í ár en hún gefur vísbendingu um fjölda ferðamanna á vegakerfinu.

Umferðardeild Vegagerðarinnar stóð fyrir umferðarkönnunum í Hvalfjarðargöngum á síðasta ári. Tilgangur þessara kannana var sá að áætla hlutfall útlendinga í umferðinni um Hvalfjarðargöng. Hvalfjarðargöng urðu fyrir valinu sem könnunarstaður þar sem einfaldast var að gera slíka könnun með aðstoð starfsmanna Spalar í gjaldskýli ganganna. Auðvitað er fjöldi þeirra mismikill, á vegakerfinu, og trúlega er hlutfallið hæst við fjölsótta ferðamannastaði eins og við Gullfoss og Geysi, Jökulsárlón og Þingvelli.  En þessi könnun getur gefið okkur vísbendingu um hvert hlutfallið er á þjóðvegum landsins a.m.k.


Niðurstaða kannana ársins 2016 var sú að umferðardeild áætlar að fjöldi útlendinga sé í kringum 10% ökumanna um Hvalfjarðargöng og dreifist samkvæmt stöplaritinu sem fylgir fréttinni.

Könnunin mun halda áfram á þessu ári og vonast er til að allir mánuðir þessa árs verði með.