Fréttir
  • Umferðin á leikdegi
  • Umferðin á leikdegi

Umferðin segir söguna

Bílarnir hverfa af götunum þegar Ísland spilar á HM

20.6.2018

Reikna má með að auðvelt verði að komast leiðar sinnar á vegunum á föstudaginn milli klukkan 15 og 17 ef marka má umferðartölur frá síðasta laugardegi milli kl. 13 og 15. Fáir verða á ferli. Umferðin á meðan á leik stóð datt niður og reyndist víða minni en einn þriðji af venjubundinni umferð. Jafnvel má leiða líkum að því að stór hluti umferðarinnar sem þó var hafi verið borin uppi af ferðamönnum. 

Vegagerðin hefur bent á þá fylgni sem er á milli umferðarinnar á þjóðvegum og hagvaxtarins. Umferðin segir ýmislegt annað um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi lýsir umferðin því sem fólk er að gera. Þjóðin er að horfa á leikina og ekki úti að aka. Líkt of sjá má á línuritunum með fréttinni þá datt umferðin niður á laugardaginn síðasta þegar Ísland gerði sögulegt jafntefli við Argentínu. Fastlega má reikna með að sama verði upp á teningnum í næstu leikjum.

Vegagerðin birtir tölu um umferðina víða á þjóðvegakerfinu á tíu mínútna fresti. Upplýsingar sem nálgast má með því að fara á færðarkortið á heimasíðu Vegagerðarinnar, sjá hér:

Færðarkortið tilvísun







Þar má síðan smella á kassa á kortinu, t.d. hér yfir Hellisheiði:

Færðarkort Hellisheiði









Og þá koma fram ítarupplýsingar, m.a. um umferðina á tíu mínútna fresti í tvo sólarhringa, og því má sjá þar í beinni hvað gerist þegar Ísland á leik á HM. Sjá skjámynd frá því á laugardaginn yfir Hellisheiði þar sem vel sést minni umferð meðan á leik stendur rétt einsog á línuritinu frá Hafnarfjarðarveginum og Reykjanesbraut við Dalveg..

Umferðin á leikdegi á Hellisheiði 


 

 



Þegar búið er að smella á kassann þarf að skrolla niður til að finna umferðina.