Fréttir
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin á Hringvegi í ágúst jókst um tæp 4%

Stefnir í að umferðin í ár aukist um tæp 4%

3.9.2018

Umferðin í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 3,8 prósent og nú er útlit fyrir að umferðin í ár aukist um svipað í heild eða um tæp fjögur prósent. Sem er svipað og meðaltalsaukningin á hverju heilu ári frá árinu 2005 en langt frá aukningunni í fyrra. En allt árið 2017 jókst umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum um 10.6 prósent. Þannig að útlit er fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningunni í ár.

Milli mánaða 2017 og 2018
Umferðin í nýliðnum ágúst mánuði, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferð jókst í öllum svæðum nema á Suðurlandi en mældan samdrátt á því svæði má líkast til skrifa á viðgerðir á Ölfusárbrú og malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði. Mest jókst umferð um Norðurland eða um 6,6%. Mesta aukning á einstaka stöðum var um Mývatnsheiði eða aukning um 14,4%.


Samanburðartafla








Frá áramótum milli áranna 2017 og 2018

Það sem af er ári hefur umferðin nú vaxið um 4,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur umferðin aukist um Suðurland eða um 7,9% en minnst um Vesturland eða um 2,5%.

Umferðin hefur aukist mest á mánudögum eða um 5,7% en dregist saman á sunnudögum um 1,9%.

Horfur út árið 2018
Nú stefnir í að umferðin geti aukist um tæp 4% miðað við árið 2017. Búist er við því að aukningin verði mest á Austurlandi eða um 6% en minnstri aukningu er spáð á Norðurlandi eða um 2%.