Fréttir
  • Umferðartölur á korti
  • Umferðartölur á korti með ÁDU

Umferðartölur vegakerfisins á korti

nú má sjá nýjustu umferðartölurnar hverju sinni á korti

27.1.2017

Vegagerðin hefur útbúið og sett út á vef sinn kort með umferðartölum á öllu vegakerfinu. Hægt er að sjá hver meðalumferðin er á skilgreindum vegköflum allt árið, eða um sumar eða vetur. Kortið er í mismunandi litum eftir umferðarþunga og því fljótlegt að sjá hvar mest er ekið.

Kortið er hér .

Þegar kortið er opnað má strax smella á vegkafla til að fá upp upplýsingar um meðaltalsumferðina á þeim kafla, svo kallaða ársdagsumferð eða ÁDU, og einnig meðaltalsumferðina um sumar og vetur eða SDU og VDU á þeim kafla. Einnig kemur upp heiti vegarins, vegnúmer og upphafs- og endastöð. Þysja má inn í kortin til að sjá nánar vegakerfið og þá koma sjálfkrafa upp tölur um ársdagsumferðina. Einnig má velja þekjur með yfirboði vegar og örnefnum auk þess að hafa mismunandi grunnkort.