Fréttir
  • Vegamálastjóri og borgarstjóri opna hjólreiðabrú

Truflanir á umferð vegna hjólaviðburðar um helgina

Hjólakeppni um helgina 9. - 10. september

7.9.2017

Reikna má með töfum á umferð fyrir hádegi dagana 9. og 10. september, laugardag og sunnudag, vegna hjólreiðaviðburðar WOW sem nú er haldinn í annað sinn. Truflanir gætu orðið á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi á laugardagsmorgun og á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi (aðreinar) kl. 11 - 12:30. Auk þess verður Nesjavallaleið og Grafningsvegur lokaður kl. 10:30 - 12:00. Á sunnudagsmorgun má búast við töfum innanbæjar í Reykjavík.


Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur:

Truflun á umferð vegna WOW Tour of Reykjavík

Hjólreiðaviðburðurinn WOW Tour of Reykjavik verður haldinn í annað sinn um helgina. WOW Tour of Reykjavík býður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum en keppnin sjálf er haldin í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið að Þingvallavatni eða styttri hringi í Laugardal og miðborginni. Sérstök barnabraut verður fyrir yngstu kynslóðina þar sem sápukúlur, bleikur reykur og tónlist gleðja þátttakendur á leiðinni.

Truflun verður á umferð fyrir hádegi laugardaginn 9.september og sunnudaginn 10.september. Bílstjórar eru hvattir til að kynna sér vel lokanir á tourofreykjavik.is.  

Á laugardagsmorguninn verður truflunin aðallega utan borgarmarkanna, á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi milli kl.8:00 og 10:00 og aðreinum inná Suðurlandsveg og Vesturlandsveg milli 11:00 og 12:30. Þá verða Grafningsvegur og Nesjavallarvegur alveg lokaðir frá kl.10:30-12:00.

Á sunnudagsmorguninn verður hjólað úr Laugardal niður í miðbæ og í kringum Tjörnina. Þá verða götur í kringum Tjörnina alveg lokaðar og einnig Engjavegur, Sæbraut og Skeiðarvogur en Suðurlandsbraut er lokuð að hluta. Truflanir verða á öðrum leiðum en umferð hleypt í gegn þegar færi gefst. Sjá nánar á tourofreykjavik.is.


Myndin með fréttinni tengist viðburðinum ekki beint en er frá því að Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson opnuðu hjólreiða- og göngubrýrnar yfir Elliðaárnar.