Fréttir
  • Undirskrift samninga Andrés Sigurðsson Loftorku, Óskar  Örn Jónsson Vegagerðinni og Dofri Eysteinsson Suðurverki
  • Mislæg vegamót Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegur yfirlit
  • Undirskrift samninga Andrés Sigurðsson Loftorku, Óskar  Örn Jónsson Vegagerðinni og Dofri Eysteinsson Suðurverki
  • Undirskrift samninga Andrés Sigurðsson Loftorku, Óskar  Örn Jónsson Vegagerðinni, Magnús Ó. Einarsson Vegagerðinni og Dofri Eysteinsson Suðurverki
  • Magnús Valur Jóhannsson Vegagerðinni, Guðmundur Ólafsson Suðurverki, Ari Sigurðsson og Andrés Sigurðsson Loftorku, Óskar  Örn Jónsson Vegagerðinni, Dofri Eysteinsson Suðurverki og Magnús Ó. Einarsson

Skrifað undir samning um byggingu gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

Framkvæmdir hefjast strax

21.3.2017

Fulltrúar Loftorku, Suðurverks og Vegagerðarinnar skrifuðu undir verksamning um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í dag 21. mars. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Í reynda eru verktakar þegar byrjaðir og hafa komið nú þegar upp vinnubúðum á svæðinu.

Sjá meira um verkið hér . Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja. 

Byrjað verður á því að færa lagnir af ýmsu tagi og leggja framhjáhlaup áður en hafist verður handa við byggingu brúarinnar sjálfrar. Haldinn verður kynningarfundur síðdegis í dag kl 17:15 í sal á Norðurhellu. Farið verður yfir framkvæmdina og tímasetningar verksins.

VSÓ ráðgjöf ehf. sinnir eftirliti en þeir áttu lægst boð í það verk upp á 19, 4 milljónir króna, áætlaður verktakakostnaður var 21 milljón króna.

Sjálft verkið kostar mun meira, en Loftorka ehf., og Suðurverk ehf. áttu saman lægst boð upp á 918 milljónir króna en áætlaður verktakakostnaður var 817 milljónir króna. Við bætist síðan ýmist kostnaður við undirbúning og hönnun verksins.