Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum
  • Umferðin með spá út árið

September metmánuður í umferðinni

útlit fyrir metaukningu umferðar í ár

3.10.2016

 

Umferðin í nýliðnum september jókst um heil 17 prósent frá september mánuði fyrir ári á Hringveginum. Ekki hefur mælst meiri aukning í september mánuði síðan þessar mælingar hófust árið 2005. Umferðin um Austurland jókst mest eða um 42 prósent. Frá áramótum hefur umferðin á Hringveginum aukist um 13 prósent sem er gríðarmikil aukning. 

 

Milli mánaða 2015 og 2016
Umferðin í september jókst um tæp 17% milli áranna 2015 og 2016.  Þetta er lang mesta aukning, sem mælst hefur, í september mánuði frá því að þessi samantekt hófst árið 2005 einnig er þetta nýtt umferðarmet í september þ.e.a.s. aldrei hafa fleiri ökutæki farið um mælistaðina 16.

Umferð jókst í öllum landssvæðum þó mest um Austurland eða um rúmlega 42%.  Þessi mikla aukning um Austurland vekur eftirtekt.  Það skal jafnfram á það bent, eins og áður hefur verið gert, að umferðin um Austurland er lang minnst í þessari samantekt.

Þó að umferðin aukist mest um Austurland er einnig mikil aukning um önnur landssvæði eða svo mikil að ekkert landssvæði sýnir  undir tveggja stafa prósentutölu í aukningu.

Frá áramótum milli áranna 2015 og 2016
Nú hefur umferðin aukist um 13% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er einnig lang mesta aukning miðað við árstíma frá því að þessi samantekt hófst. 

Umferðin hefur aukist um öll landssvæði þó mest um Austurland eða um tæp 30%. 

Samanburðartafla

Umferð vikudaga
Umferðin eftir vikudögum hegðar sér líkt og síðasta ár. Þó hefur umferðin aukist minnst á föstudögum eða um tæp 9% en mest á sunnudögum eða um tæp 16%.  Eins og áður hefur komið fram er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á þriðjudögum.

Horfur út árið 2016
Nú þegar ¾ hlutar ársins eru að baki hafa líkurnar styrkst verulega á því að metumferð verði um lykilsniðin 16 nú í ár.  Nú gerir spálíkan Vegagerðarinnar ráð fyrir því að umferðin á Hringveginum geti aukist um rúm 12%.  Svona mikil aukning er án fordæma fyrir heilt ár í þessari samantekt.  Þetta er allra athygliverð aukning og kallar e.t.v. á vangaveltur, því hún er langt umfram það sem mætti útskýra með auknum hagvexti en þá ber að hafa í huga að mun meiri fylgni mælist milli hagvaxtar og umferðar innan höfuðborgarsvæðisins..  Það verður því fróðlegt að sjá þær tölur fyrir september mánuð.

Talnaefni