Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Metumferð í janúar á höfuðborgarsvæðinu

annað árið í röð sem met er slegið í janúar

5.2.2015

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, í þremur mælisniðum Vegagerðarinnar, reyndist 0,2 prósentum meiri í janúar í fyrra en þá var það met, þannig að aftur er slegið met í umferðinni í janúar. Aukningin er ekki mikil en met eigi að síður.

Milli mánaða 2014 og 2015
Umferðin í nýliðnum janúar var 0,2% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aldrei hafa fleiri bílar ekið yfir mælisniðin þrjú í janúar mánuði eins og í nýliðnum janúar.  Þetta er annað árið í röð þar sem slegið er umferðarmet í janúar á höfuðborgarsvæðinu.1,1% samdráttur varð um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi miðað við sama mánuð á síðasta ári en 1,3% aukning varð aftur á móti um mælisnið á Reykjanesbraut en umferðin stóð svo til í stað um mælisnið á Vesturlandsvegi en þar mældist 0,1% aukning. 

Umferðin eftir vikudögum
Umferð jókst mest á miðvikudögum eða um tæp 13% en dróst hins vegar saman um rúmlega 6% á fimmtudögum.  Þessar miklu umferðarsveiflur, milli vikudaga, verða líklega raktar til veðurfars í janúarmánuðum 2015 og 2014.

Horfur út árið 2015
Miðað við umferðarniðurstöður janúarmánaðar, hagvaxtarspár Seðlabanka Íslands og fylgni umferðar við hann gæti stefnt í enn meiri umferð á höfuðborgarsvæðinu nú í ár miðað við síðasta ár, en það ár var met ár.