Fréttir
  • Víkurskarð meðalumferð í ágúst
  • Víkurskarð 2013-2014
  • Víkurskarð dagleg umferð
  • Víkurskarð umferðarspá

Met umferð í ágúst um Víkurskarð

meðalumferð í ágúst 2354 bílar á dag

30.9.2014

Ekki hafa fleiri bílar farið um Víkurskarð í ágúst en í nýliðnum ágúst en að meðaltali fóru 2354 bílar um skarðið á degi hverjum í mánuðinum. Fyrra met var frá því árið 2009.


Met umferð í ágúst
Aldrei hafa fleiri bílar ekið um Víkurskarðið í ágúst mánuði eins og raunin varð sl ágúst. Meðalumferð á dag var 2354 bílar á sólarhring sem er rúmlega 13 prósentum meira en í sama mánuði síðasta árs. Fyrra ágústmet var sett árið 2009.

Horfur út árið
Nú stefnir í að umferðin aukist um rúmlega 7 prósent, miðað við árið 2013 og þá verði ÁDU rúmlega 1200  bílar á sólarhring, sem er í samræmi við spár Vegagerðarinnar frá því í mars. 2012. Gangi þessi aukning eftir samsvarar það því að um 446.000 bílar færu um Víkurskarðið nú í ár en það eru um 33.000 fleiri bílar en á síðasta ári. Flestir bílar óku um Víkurskarðið árið 2010 en þá fóru 458.591 bíll um skarðið.