Fréttir
  • Fiskidagurinn mikli

Um 26 þúsund manns á Fiskidaginn mikla

jafnmargir og síðstu ár

12.8.2014

Sé tekið mið af umferðarteljurum beggja vegna Dalvíkur má reikna með að um 26 þúsund mann hafi sótt bæinn heim á Fiskidaginn mikla. Þetta er svipað og undanfarin ár, flestir komu árið 2009.

Undanfarin ár hefur Vegagerðin tekið saman tölur yfir tvö teljarasnið, sitt hvoru megin við Dalvík, og út frá þeim áætlað heimsóknafjölda á Fiskidaginn mikla.  Þessum tölum hefur borið saman við það sem staðarhaldarar hafa áætlað.


Nú hefur Vegagerðin tekið saman ,,fiskidagstölur" fyrir árið 2014, frá föstudegi til sunnudags.  Niðurstaðan er sú að svipaður fjöldi gesta hafi sótt Dalvík heim og undanfarin ár. Þetta er sami fjöldi og hefur heimsótt Dalvíkinga undanfarin 3 ár eða um 26 þúsund manns, sjá myndina með fréttinni.  Metárið 2009 stendur því enn óhaggað með áætlaðan fjölda upp á 31 þús. manns.