Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Umferðin á Hringvegi dregst saman í mars

veður og færð setur strik í reikninginn

1.4.2014

Umferðin í mars dróst saman um 4,4 prósent í nýliðnum mars miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. En reikna má með að veður og færð hafi nokkuð um það að segja. Umferðin hefur frá áramótum auksit um 1,1 prósent.

Milli mars mánaða 2013 og 2014
Eins og kannski við mátti búast varð samdráttur umferð yfir 16 lykilsnið Vegagerðarinnar á Hringveginum í nýliðnum mánuði borið saman við sama mánuð síðasta árs.  Mikil ófærð var á Hringveginum upp úr miðjum mánuðinum, sem stóð óvenju lengi yfir þá aðallega á Norðurlandi. Umferð dróst saman á öllum landssvæðum og nam samdrátturinn, í heild, um 4,4%. Mest dróst umferðin saman yfir mælisnið á Austurlandi eða um heil 20%.  Þó verður að hafa í huga að vægi umferðar um mælisnið á Austurlandi er einungis 1,5% af heildinni. Minnst dróst umferðin saman á Hringvegi um höfuðborgarsvæðið eða um 1,5%.  Vægi höfuðborgarsvæðis af heildinni er hins vegar 56%.


Samanburdur-mars












Milli ára 2013 og 2014
Þrátt fyrir mikinn samdrátt hefur umferðin þó aukist um 1,1%, miðað við það sem af er ári borin saman við sama tímabil á síðasta ári.  Mest hefur umferðin aukist um Suðurland eða um 2,5% en einungis það svæði og höfuðborgarsvæðið sýna aukningu á milli ára, þegar horft er til fyrstu þriggja mánuða ársins.  Umferð á Hringvegi um Austurland sýnir aftur á móti mestan samdrátt eða um 15,7%.

Horfur út árið 2014
Þegar þrír fyrstu mánuðir ársins eru að baki eru líkur til þess að umferðin muni aukast nokkuð, því reikna má með að páskaumferðin verði umtalsverð nú í ár.