Fréttir
  • Umferð að vetri til
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin - spár fyrir árið 2014

Aukin umferð á Hringveginum í janúar

umferðin (fjöldi bíla) eykst um 5,5 prósent

3.2.2014

Umferðin á Hringveginum í janúar reyndist 5,5 prósentum meiri núna í janúar en í sama mánuði í fyrra. Að frátöldum janúar mánuði í fyrra er þetta mesta aukning í fjögur ár í janúar. Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum var mæld.

Samanlagt reyndist umferðin sem sagt 5,5% meiri, á umræddum talningastöðum, sem er mesta aukning í janúar mánuði milli ára í 4 ár, ef frá er talið síðasta ár. Umferðin (fjöldi bíla) í janúar er sá mesti síðan árið 2010. 

Umferðin jókst á öllum landssvæðum utan Austurlands.  Mest jókst umferðin um Norðurland eða 7,8% en 5,5% samdráttur varð aftur á móti á mælistöðum á Hringvegi um Austurland. 


Samanburdur-januar tafla












Reynslutölur Vegagerðarinnar, af umferð á þjóðvegum landsins, sýna að umferðin eykst með hækkandi sól og nær hún hámarki að jafnaði í júlí mánuði ár hvert. Á grundvelli þess er hægt að áætla umferðina út árið, samanber talnaefnið

Afar erfitt hefur hins vegar reynst að geta sér til um hver verður þróun umferðar, út frá fyrstu mánuðum ársins. Þar spilar aðallega inn í rysjótt veðurfar og tímasetning páska ( sem eru ýmist í mars eða í apríl).  Þetta skal haft í huga við skoðun á talnaefninu og á línuritinu sem fylgir með þessari frétt.