Fréttir
  • Héðinsfjarðargöng
  • Héðinsfjarðargöng
  • Héðinsfjarðargöng

Meiri og jafnari umferð í Héðinsfjarðargöngum

minni umferð í sumar en meiri allt árið

22.11.2013

Umferðin um Héðinsfjarðargöng jókst um 2 prósent í október sl. en í sumar var minni umferð um göngin en í fyrrasumar. Umferðin það sem af er ári er þó í heild meiri eða sem nemur 2,3 prósentum.

Þrátt fyrir að daglega meðalumferðin að sumri til, SDU, hafi dregist saman um 4% frá árinu áður hefur heildarumferðin samt sem áður aukist um 2,3%. Nú stefnir að meðalumferðin um göngin allt árið (ÁDU) fari í rúmlega 550 bíla á sólarhring.  Ef þessi áætlun gengur eftir verður þetta mesta meðalumferð sem farið hefur um göngin frá upphafi.
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá að páska- og sumartoppar eru ekki líkt því eins stórir og árin 2011og 2012.  Að teknu tilliti til þess merkir hækkun á ÁDU, í þessu umhverfi, að umferðin sé jafnast út yfir árið.

Á súluritinu má sjá hvernig umferðin dreifist eftir mánuðum.  Umferðin hefur eingöngu dregist saman í apríl og ágúst, sé miðað við síðasta ár.