Fréttir
  • Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn

Viðhorf skipstjóra til Landeyjahafnar

skipstjóra sem siglt hafa um höfnina

15.11.2013

Helsta vandamál Landeyjahafnar er hve aðkoma að höfninni er erfið við vissar aðstæður, að mati skipstjóra sem siglt hafa um höfnina. Þetta kemur fram í könnun meðal skipstjóranna sem skólastjóri Tækniskólans vann fyrir Vegagerðina.


Rætt var við skiptstjóra bæði Herjólfs og Baldurs um þeirra sýn á kosti og galla hafnarinnar og mismunandi skipa.

Skipstjórar á Herjólfi telja skipið gott, hæfilega stórt fyrir núverandi þörf, skipið hafi siglt áfallalaust. Vandamál sé ekki með Herjólf heldur aðkomuna að höfninni. Minna skip yrði líklega líka viðkvæmara fyrir öldunni. Skipstjóri Baldurs telur að skip að þeirri stærð henti mun betur til siglinga í Landeyjahöfn. 

Varðandi höfnina sjálfa telja þeir hana í sjálfu sér ágæta en það sem helst hái henni sé hversu þröng hún sé fyrir skip af stærð Herjólfs en henti ágætlega fyrir skip af þeirri stærð sem höfnin var hönnuð fyrir.