Fréttir
  • Með spá út árið 2013
  • Mánaðarleg umferð á Hringveginum

Enn eykst umferðin

mikil aukning í október

1.11.2013

Umferðin á Hringvegi, völdum talningarstöðum Vegagerðarinnar, jókst um tæp fjögur prósent frá sama mánuði í fyrra. Umferðin eykst nánast allstaðar, en mest á Norðurlandi, veðurfarið gæti hér skipt nokkru.

Milli mánaða 2012 og 2013
Mikil aukning varð í umferð milli októbermánaða eða tæp 4%.  Leita þarf aftur til ársins 2010 til að finna sambærilega hækkun á milli októbermánaða.

Umferðin jókst yfir hvern einasta teljara nema einn (við Úlfarsfell).  Mest jókst umferðin yfir teljara á Norðurlandi eða um 12% en minnst yfir teljara á Höfuðborgarsvæðinu eða 0,7%.

Athygli vekur þessi mikla aukning í umferð um Norðurland en aðeins einu sinni áður hefur umferðin aukist meira á þessu svæði miðað við árstíma en það var árið 2006. Líklega er veðurfarið ástæðan en október mánuður árið 2012 var frekar slæmur og að sama skapi mildur í ár.


SamabOktober2013

Frá áramótum milli 2012 og 2013
Umferð hefur nú aukist um 3,5%, það sem af er ári.  Eins og sést, á töflunni hér fyrir ofan, að þá þarf að fara aftur fyrir hrun til að finna meiri aukningu eða til ársins 2007.  Einnig sést að á milli áranna 2007 og 2013 hefur umferðin einungis einu sinni aukist miðað við árstíma eða árið 2009.

Horfur út árið
Nú þegar einungis tveir mánuðir eru eftir af árinu má nokkuð mikið gerast til þess að umferðin aukist ekki hið minnsta um 3% en gæti vel aukist um allt að 4%, verði veðurfar í meðallagi.