Fréttir
  • Nýr Álftanesvegur

Engar landbætur greiddar fyrir nýjan Álftanesveg

vegurinn liggur óbreyttur um land Selskarðs

23.10.2013

Að gefnu tilefni er tekið fram að engar bætur vegna lands hafa verið eða verða greiddar vegna lagningar nýs Álftanesvegar. Sá hluti vegstæðisins sem liggur um land Selskarðs er á sama stað og núverandi Álftanesvegur. Land Selskarðs verður því ekki skert að neinu leyti. 

Þar sem nýr Álftanesvegur fer um Garðahraun liggur hann í landi Garðabæjar og tengist núverandi vegi við landamörk Garðabæjar og Selskarðs. 

Engar landbætur eru því greiddar vegna lagningar Álftanesvegar.