Fréttir
  • Bleik vegamót
  • Bleik varða Vegagerðarinnar
  • Bleik vegamót

Bleikur föstudagur - bleik varða

Vegagerðin styður átak Krabbameinsfélagsins

9.10.2013

Varðan í Borgartúninu fyrir utan Vegagerðina og mislæg vegamót þar sem Arnarnesvegur og Reykjanesbraut koma saman eru lýst bleik þessa dagana til stuðnings átaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum. Átak félagsins stendur nú yfir og á föstudaginn verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur.
 

Í frétt af heimasíðu Krabbameinsfélagsins segir:

"Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að nú er bleikur október hafinn í fjórtánda skiptið með Bleiku slaufuna fremsta í fylkingu.

Bleik stemning er strax farin að myndast um allt land, byggingar og mannvirki baðaðar bleikum ljósum og fólk skartar sínu bleikasta bleika dressi.

Bleiki dagurinn verður haldinn um allt land n.k. föstudag þann 11. október og þá má búast við að stemningin nái hámarki. Í vikunni þar á eftir verður bleika kvöldið haldið með aðeins öðru sniði en verið hefur undanfarin ár. Veitingastaðir um allt land hafa gengið til liðs við okkur og munu fimmtudagskvöldið 17. október gefa hluta af sínum ágóða til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þá geta landsmenn lyft sér upp, farið út að borða með fjölskyldu eða vinum og styrkt um leið gott málefni." 

Einnig er hafin sala á bleiku slaufunni:

"Bleika Slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Slaufan í ár er hönnuð af þeim Ástþór og Kjartani gullsmiðum hjá Orr. Form slaufunnar myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn í miðju."