Fréttir
  • Gengið um borð í Herjólf
  • Landeyjahafnarvegur

Mun fleiri um Landeyjahafnarveg um verslunarmannahelgina í ár

eða um 12 prósentum fleiri en í fyrra

8.8.2013

Mun meiri umferð var um Landeyjahafnarveg yfir verslunarmannahelgina 2013 miðað vð árið 2012 eða sem nemur um 12 prósentum.

Alls fóru 9.786 bílar yfir umferðarteljara sem staðsettur er á veginum við vegamót Hringvegar, frá fimmtudegi til og með þriðjudags. 

Ljóst er samkvæmt meðfylgjandi stöplariti að mesta umferðin er á sjálfum frídegi verslunarmanna.
Séu reynslutölur Vegagerðarinnar notaðar til að umbreyta bílafjölda í mannfjölda samsvarar hann til þess að um 25.500 manns hafi farið um talningastaðinn í báðar áttir yfir tímabilið.

Umferðin er meiri alla dagana í ár miðað við sama tíma í fyrra eins og sést á bláu súlunum á stöplaritinu. Mest aukning þó á föstudegi og mánudegi.


Landeyjahafnarvegur