Fréttir
  • Undirskrift - breikkun Hellisheiðar
  • Undirskrift - breikkun Hellisheiðar

Skrifað undir samning um breikkun Hellisheiðar

Hringvegur (1) um Hellisheiði breikkaður í 2+1 veg, Kambarnir verða 2+2 vegur

1.8.2013

Vegagerðin og Ístak hf. skrifuðu í dag, fimmtudag, undir samning um breikkun Hringvegar (1) yfir Hellisheiði og niður Kambana. Framkvæmdir hefjast með haustinu og lýkur árið 2015.

Verkið felst í breikkun Hringvegar á 14,8 km kafla um Hellisheiði, frá Hamargilsvegamótum að hringtorgi við Hveragerði og gerð 1,8 km langs vegar, Skíðaskálavegar, frá Hamragilsvegi að skíðaskála í Hveradölum. Innifalið í verkinu er lögn fernra undirganga úr stálplötum á Hringvegi og steyptur stokkur yfir lagnir Orkuveitu Reykjavíkur á Skíðaskálavegi.

Vegurinn verður að framkvæmdum loknum 2+1 vegur yfir heiðina ´+2 vegur í Kömbunum eða fjórar akreinar. Vegurinn verður með aðskildum akstursreinum alla leið, með miðjuvegriði. Framkvæmdir munu hefjast vestast á þessum kafla.

Tilboð voru opnuð 25. júní og átti Ístak lægsta boðið. Sjá um opnunina og magntölur.

Á myndinni er, frá vinstri á efri mynd: Rúnar Viðarsson yfirverkfræðingur hjá Ístaki, Kolbeinn Kolbeinsson framkvæmdastjóri Ístaks, Rögnvaldur Gunnarsson forstöðumaður og Magnús Ó. Einarsson deildarstjóri báðir hjá Vegagerðinni.