Fréttir
  • Umferðin um Hellisheiði f.hl. júlí

Færri fara um Hellisheiði í júlí

Nokkuð minni umferð um Hellisheiði en aðeins meiri um Hvalfjarðargöng

15.7.2013

Nokkuð færri hafa það sem af er júlí farið um Hellisheiði en á sama tímabili í fyrra, aðeins meiri umferð hefur hinsvegar verið um Hvalfjarðargöng. 

Hellisheiði
Talsvert minni umferð var um Hellisheiði fyrstu tvær vikurnar í júlí borin saman við sömu vikur í júlí árið 2012, eða sem nemur 7,3%.

Virðist samdrátturinn aðallega vera vegna minni umferðar um helgar og á föstudögum.  Mun minni samdráttur er á öðrum vikudögum, samanber stöplaritið hér fyrir neðan.

Umferðin hefur að meðaltali dregist saman um tæp 13% um helgar, að meðtöldum föstudögum, en 1,5% á öðrum dögum. 

Það sem af er sumri eða frá 1. júní er samdrátturinn hins vegar um 1,3%.

Umferðin um Hellisheiði f.hl. júlí













Hvalfjörður
Aðeins meiri umferð er aftur á móti um Hvalfjarðargöng fyrstu tvær vikurnar í júlí borin saman við sömu vikur árið 2012 eða tæplega hálfu prósentustigi meiri.

Ólíkt Hellisheiði virðist sá vöxtur fyrst og fremst verða til á virkum dögum, að frátöldum föstudögum.

Umferðin hefur að meðaltali dregist saman um 1,3% um helgar og föstudögum en aukist um 2,1% á virkum dögum.

Það sem af er sumri eða frá 1. júní, hefur umferðin aukist um tæplega 1,5%.

Umferðin um Hvalfjarðargöng f.hl. júlí