Fréttir
  • Saltdreifari

Tilraunamælingar - salt og hálka

Skynjarar á milli Vífilsstaðavegar og Kaplakrika

17.4.2013

Á miðvikudagskvöld 17. apríl (í kvöld) mun Vegagerðin dreifa hálkusalti á Reykjanesbraut á stuttum kafla á milli Vífilstaðavegar og Kaplakrika, vegna tilraunamælinga á hálkusalti. Verið er að prófa skynjara í vegi fyrir salt og hálku en það er liður í þróun hálkuvarna hjá Vegagerðinni.

Nú eru heppilegar veðuraðstæður til þess að prófa skynjara sem nýlega hafa verið lagðir í veginn á þessum kafla, en tilkoma þeirra mun stuðla að markvissari þjónustu við hálkuvarnir. Söltun og mælingar munu ekki hafa áhrif á umferð. Þetta verður gert hvort sem hálka er eða ekki.