Fréttir
  • Mánaðarlegar mælingar á Hringvegi
  • Umferðin 2012 uppsafnað allt árið
  • Umferðin allt árið 2012

Ívið minni umferð árið 2012

en mun minni samdráttur en árin á undan

8.1.2013

Umferðin á Hringveginum allt árið 2012 reyndist 0,4 prósentum minni en árið 2011, sé tekið mið af 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar. Þetta er mun minni samdráttur en árin á undan. Árið 2011 dróst umferðin saman um 5,3 prósent og um 2,3 prósent árið 2010. Aukning var um 0,9 prósent 2009 en samdráttur upp á 1,7 prósent árið 2008. þar áður mældist gjarnan 5-6 prósenta aukning. 

Í desember í fyrra jókst umferðin á Hringveginum um 5,7 prósent en í desember fyrir rúmu ári dróst umferðin mikið saman.  

Umferðin árið 2012 liggur á milli árranna 2005 og 2006.

 

 

Milli desembermánaða 2011 og 2012

Umferðin í desember 2012, varð svo að segja jafn mikil og áætlanir Vegagerðarinnar gerðu ráð fyrir samanber síðustu frétt af umferð á Hringveginum. Gert hafði verið ráð fyrir 5,3% aukningu en hún varð 5,7% milli desembermánaða 2011 og 2012.

Aukning varð á Hringveginum á þremur landssvæðum af fimm, eða á Suðurlandi um 11,9%, um og við höfuðborgarsvæðið um 6,5% og á Vesturlandi um 3,8%. Samdráttur varð í umferð um Norðurland um 6,1% og Austurland um 2,5%

 

 

Milli áranna 2011 og 2012

16 lykilteljarar á Hringvegi gefa þá niðurstöðu að umferðin á Hringveginum hafi dregist saman um 0,4%, í heildina árið 2012.

Umferð jókst á Suðurlandi um 0,9%, á og við höfuðborgarsvæðið um 0,8% og á Austurlandi um 5,4%.

Umferð dróst saman á Vesturlandi um 3,5% og á Norðurlandi um 4,1%.

 

 

 

 SamanbDesember2012

 

Áætluð heildarakstursbreyting milli áranna 2011 og 2012, verður birt síðar með umferðartölum yfir þrjú mælisnið á höfuðborgarsvæðinu.