Fréttir
  • Undirskrift yfirlýsingarinnar

Mat opinberra verkkaupa á hæfi bjóðenda

í útboðum á verkframkvæmdum

11.12.2012

Mánudaginn 10. desember 2012 undirrituðu Framkvæmdasýsla ríkisins, Samtök iðnaðarins, umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin  yfirlýsingu um  mat hæfi  bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum. Verkkauparnir lýsa því jafnframt yfir að þeir muni vinna í samræmi við ákvæði yfirlýsingarinnar í útboðum á þeirra vegum.

Mati opinberra verkaupa á hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum er ætlað að tryggja að verktakar búi yfir þeirri tæknilegu og fjárhagslegu getu sem nauðsynleg er.

Opinberir verkkaupar munu í útboðsgögnum setja fram samræmdar kröfur til bjóðenda um skil á upplýsingum og öðrum gögnum með tilboðum til staðfestingar á hæfi. Þær upplýsingar eru grundvöllur hæfismatsins.

Mat opinberra verkkaupa á við um þau verk sem eru útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup og þau verk sem falla undir útboðsskyldu skv. innkaupareglum sveitarfélaga

 

Yfirlýsingin