Fréttir

Tímabundið aukin þjónusta á vegum í Barðastrandarsýslu

vegna slipptöku Herjólfs og siglinga Baldurs til Vestmannaeyja

29.11.2012

Breiðafjarðarferjan Baldur siglir nú til Vestmannaeyja meðan Herjólfur er í viðgerð. Á meðan er einungis boðið upp á farþegaflutninga yfir Breiðafjörð og því er nauðsynlegt að auka þjónustu á vegum til og frá sunnanverðum Vestfjörðum þar til Baldur kemur til baka.

- Þjónustutími verður lengdur fram á kvöld til samræmis við þjónustutíma frá Hringvegi að Búðardal þ.e.a.s. til 19:30 virka daga en 19:00 um helgar þ.m.t. á laugardag. Þjónustutími verður óbreyttur að morgni.

- Veghefill verður til taks í Gufudalssveit til að viðbragstími styttist ef þörf verður á slíkri þjónustu.

- Eftirlit verður aukið og þannig verður tíðari upplýsingagjöf. Þá styttist einnig viðbragstími þjónustuaðila.

- Eftir því sem tilefni gefast til verður hálkuvarið umfram gildandi verklagsreglur.

- Náið samstarf verður haft við flutningafyrirtækin á svæðinu.