Fréttir
  • Umferðin um Lyngdalsheiði 2011 og 2012

Umferð um Lyngdalsheiði og Suðurstrandarveg

Aukin umferð um Lyngdalsheiði; ÁDU um 700 bílar og um 400 um Suðurstrandarveg

24.7.2012

Umferðin um hinn nýja Lyngdalsheiðarveg er að aukast. Umferðin hefur aukist um átta prósent í ár og lítur úr fyrir að umferðin í ár verði að meðaltali 700 bílar á sólarhring allt árið, en umferðin var 647 bílar í fyrra.

Miðað við umferðina það sem af er sumri á Suðurstrandarvegi má reikna með að meðalumferðin í ár verði ríflega 400 bílar á sólarhring eða á bilinu 375-435 bílar.

Suðurstrandarvegur

Þegar langt er liðið á sumar er líkur til þess að meðalumferð (ÁDU) um nýjan Suðurstrandaveg verði á bilinu 375 - 435 bílar á sólarhring á vegkafla 427-04 en 320 - 350 á vegkafla 427-11 eða um 350 bílar á sólarhring fyrir alla leiðina Þorlákshöfn í Grindarvík.

Mesta umferð á einum sólarhring á vegkafla 427-04, mældist sunnudaginn 8. júlí 1126 bílar.

Mesta umferð á einum sólarhring um vegkafla 427-11, mældist sömuleiðis 8. júlí eða 1074 bílar.

Lyngdalsheiði

Góðar líkur eru til þess að enn aukist umferð um nýjan veg yfir Lyngdalsheiði, á þessu ári miðað við síðasta ár. Það sem af er ári nemur aukningin um 8 prósentum. Áætlað ÁDU fyrir 2012 er um 700 bílar á sólarhring en var 647 bílar á sólarhring árið 2011, sjá daglega þróun um Lyngdalsheiði á meðfylgjandi línuriti.