Fréttir
  • Bílinn er snöggur upp
  • Vegamálastjóri á rafbílnum
  • Rafbíllinn í portinu
  • Rafbílinn er lipur í akstri
  • Rafbílinn kemur í Vegagerðina

Snaggaralegur rafbíll til reynslu

Vegagerðin reynsluók rafbíl

26.6.2012

Vegagerðin fékk í einn dag að aka rafbíl iðnaðarráðuneytisins og var almenn ánægja með bílinn. Iðnaðarráðuneytið hefur frá því í vor lánað bílinn ýmslum stofnunum til kynningar og almenningur getur fengið að prófa líka.

Vegamálastjóri fór nokkra rúnta á bílnum og bar honum vel söguna. Bíllinn er snarpur og að sjálfsögðu afar hljóðlátur. Ekki koma að sök að stýrið er hægra megin. Þetta er Mitshubitshi bíll sem kemst 50 - 80 km á einni hleðslu af rafmagni.

Bílinn var keyptur árið 2012, var notaður á Akureyri til rannsókna hjá Orkusetri. Ekki var mikið úrval af bílum á þessum tíma og því var að lokum keyptur bíll með stýrið hægra megin. Bílinn er ákaflega lipur og þægilegur í akstri og hentar ákaflega vel til innanbæjaraksturs. Rannsóknum lauk í vor og því kom bíllinn suður.

En nú styttist í að nýta megi rafmagnsbíla um land allt því í ár verður hafist handa við að setja upp hleðslustöðvar allan hringinn um landið. Og þar sem Alþingi samþykkti nýlega að fella niður tolla og virðisaukaskatt á raf- og metanbílum má búast við að sjá fleiri og fleiri rafbíla á ferðinni um land allt.