Fréttir
  • Héðinsfjörður

Samgöngubætur hækka fasteignaverð

fasteignamat hækkar mikið þar sem samgöngur hafa batnað

15.6.2012

Samkvæmt nýju fasteignamati sem Þjóðskrá Íslands birti 14. júni hækkar mar fasteigna í landinu um 7,4 prósent. Athygli vekur hvað matið hækkar mismikið og ekki annað hægt en að álykta að bættar samböngur leiði til þess að fasteignamatið hækkar enn frekar á stöðum sem þeirra hafa notið.

Fréttablaðið fjallar um þetta í dag 15. júni og er rætt við Gunnlaug Júlíusson sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem bendir á samband hærri fasteignamats í sveitarfélögum nærri nýjum umferðarmannvirkjum.

Þetta á við um Bolungarvík og Dalvík sem áhrif af jarðgöngunum, Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum og sérstaklega á þetta við um Vestmannaeyjar vegna bættra samgangna með tilkomu Landeyjahafnar.

Sjá frétt Fréttablaðsins á visi.is

Sjá einnig frétt Þjóðskrárinnar um hækkun fasteignamatsins.