Fréttir
  • Eldborg - setningarathöfnin

Via Nordica 2012 - vel heppnuð ráðstefna

þátttakendur fóru ánægðir heim

14.6.2012

Stóra vegaráðstefnan sem Vegagerðin stóð að fyrir hönd Norræna vegasambandsins, NVF, lauk í gær miðvikudag og fóru þátttakendur ánægðir heim. Það var mikið um lofsyrði þegar hinir norrænu og annarra þjóða gestir lögðu af stað til síns heima og einnig frá fulltrúum Eystrasaltsríkjanna sem halda sína vegaráðstefnu á næsta ári.

Framkvæmd ráðstefnunnar tókst vel og var til sóma. Eldborgarsalurinn og kröftug byrjun ráðstefnunanr á mánudagsmorgun með trommuleik, kórsöng og fegurð íslenskrar náttúru, ásamt syngjandi kynni, Þórunni Lárusdóttur, settu tóninn fyrir alla ráðstefnuna. Sjá fleiri fréttir af ráðstefnunni á http://www.vianordica.is/

Sjá einnig upplýsingar um Norræna vegasambandið á http://www.nvfnorden.org/

Á síðu ráðstefnunnar, http://www.vianordica.is/ eru fréttir af ráðstefnunni auk mikils fjölda mynda, fréttirnar eru ýmist á norsku, dönsku eða sænsku samkvæmt hefð norrænnar samvinnu.

Í lok ráðstefnunnar þakkaði Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, ráðstefnugestum og skipuleggjendum áður en hann afhenti norska vegamálastjóranum Terjo Moe Gustavsen fundahamar NVF til varðveislu næstu fjögur ár. En Norðmenn taka nú við stjórn Norræna vegasambandsins af hendi Íslendinga sem hafa stýrt sambandinu í fjögur ár. Næsta ráðstefna verður í Noregi 2016.

 

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri (t.h.) færir Terje Moe Gustavsen kollega sínum frá Noregi fundarhamar NVF:

Terje Moe og Hreinn