Fréttir
  • Vígsla Landeyjahafnar

Samið við Eimskip um rekstur Herjólfs

tilboði Eimskips frá seinni opnun tekið

20.4.2012

Vegagerðin hefur tekið tilboði Eimskips um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 2012 - 2014. Tilboðið, við seinni opnun, hljóðaði upp á 681 milljón króna. Gengið verður frá samningi þessa efnis í næstu viku.

Siglingar Herjólfs verða því óbreyttar í höndum Eimskips til 1. júní 2014. Áætlaður verktakakostnaður nam um 832 milljónum króna og var tilboð Eimskips því um 18 prósentum undir því. Sjá um opnun tilboða hér.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook