Fréttir
  • Hrafnseyrarheiði 16. apríl 2012
  • Hrafnseyrarheiði 16. apríl 2012
  • Hrafnseyrarheiði 16. apríl 2012

Hrafnseyrar og Dynjandisheiði opnaðar

ekkert áhlaupaverk

18.4.2012

Það er ekkert áhlaupaverk á vorin að opna Hrafnseyrar- og Dyndjandisheiði. Enn er unnið að mokstri þegar þetta er ritað, en búiið er að opna Hrafnseyrarheiði. Dynjandisheiði opnar síðar í dag, 18. apríl og verður þá fær öllum.

Til að opna heiðarnar hefur þurft snjóblásara og veghefla. Auk þess þurfti aðstoð jarðýtu á Hrafnseyrarheiðinni. Líkt og sjá má á myndum er gríðarlegt fannfergi á heiðunum en myndirnar voru teknar á mánudag. Miklu meiri snjór var þarna þegar aðstæður voru skoðaðar fyrir um mánuði síðan.

Það hefur tekið um 3-4 daga að moka heiðarnar og unnið sleitulaust á vegheflum og snjóblásurum á báðum heiðum. Þessi opnun í ár kemur á venjulegum tíma, síðustu ár hefur stundum opnast fyrr en stundum seinna. Þegar snjór var meiri fyrir síðustu aldamót gátu Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verið lokaðar alveg fram í maí.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook