Fréttir
  • Umferðin samanlagt á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2012 og spá út árið
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 spá

Umferðin stendur í stað á höfuðborgarsvæðinu

milli janúar 2011 og janúar 2012

3.2.2012

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, í þremur mælisniðum, stendur í stað í janúar í ár miðað við sama mánuð í fyrra, þrátt fyrir þó nokkra ófærð á svæðinu í mánuðinum.

Leiða má líkur að því að vont veður og slæm færð hafi meiri áhrif á umferð á Hringveginum en á höfuðborgarsvæðinu. En likt og fram hefur komið dróst umferðin mikið saman í janúar á Hringveginum, á 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar eða um ríflega 10 prósent. 

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu eykst talsvert um Hafnarfjarðarveg eða tæp 7% meðan hún dregst saman á Reykjanesbraut um 1% og á Vesturlandsvegi um 6,5%, sem merkir að umferðin stendur í stað, þegar umferðin á öllum stöðunum hefur verið lögð saman.

Horfur út árið fyrir höfuðborgarsvæðið byggt janúartölum, eru þær að umferðin standi í stað eða dragist örlítið saman, sjá meðfylgjandi talnaefni.

Rétt er að minna á að þetta eru grófrýndar mæliniðurstöður sem gætu tekið breytingum síðar við ítarlegri yfirferð.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook