Fréttir
  • Héðinsfjarðargöng, meðalumferð vikudagana 2011
  • Héðinsfjarðargöng, meðalumferð allt árið 2011
  • Héðinsfjörðargöng sólarhringsdreifing 2011

Mikil umferð um Héðinsfjarðargöng 2011

meðalumferðin var 548 bílar á sólarhring

13.1.2012

Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng árið 2011 var 548 bílar á sólarhring (ÁDU). Það er talsvert meiri umferð en spár Vegagerðarinnar höfðu gert ráð fyrir áður en framkvæmdir hófust. Þá hljómaði spáin upp á um 350 bíla og í mesta lagi 500, líkt og fram hefur komið hér á vef Vegagerðarinnar.

Skammtímaspár Vegagerðarinnar um þróun umferðar í göngunum sem birtist í fréttum í fyrra stóðustu hinsvegar alveg. 

Vegagerðinni var í upphafi nokkur vandi á höndum að spá fyrir um umferð í þessum göngum þar sem tvö bæjarfélög, sem varla gátu talist í vegasambandi, voru tengd saman með jarðgöngum, stystu leið. Beita þurfti allt annarskonar aðferðum við spáútreikninga en oftast er gert eða svo kölluðum þyngdarpunktalíkingum.

Rannsóknir á breytum þessara líkinga voru frekar stutt á veg komnar hér á landi á þessum tíma, því var notast við erlendar fyrirmyndir, sem gáfu að líklegast myndi umferðin verða 350 bílar á sólarhring (ÁDU) en í mesta lagi um 500 ÁDU fyrsta heila árið eftir opnun ganganna. Miðað við þær rannsóknir sem síðar hafa verið gerðar t.d. með umferðarkönnunum þá virðast þær þó styðja gömlu spánna um 350 bíla á sólarhring.

Umferðin um Héðinsfjarðargöng var því tæplega 57% meiri en búast hefði mátt við og tæplega 10% meiri en allra bjartsýnustu spár Vegagerðarinnar, gerðu ráð fyrir.

Tæplega 200 þús bílar fóru fram og til baka um göngin á síðasta ári, það samsvarar því að rúmlega 500 þús. manns hafi farið um göngin, fram og til baka.

Flestir óku um göngin í júlí eða tæplega 35 þús. bílar, fram og til baka. Það samsvarar um 17% af umferð ársins.

Fæstir óku um göngin í janúar eða um 5,6%, af umferð ársins.

 

Sé árinu skipt upp í þriðjunga fer tæplega helmingur allrar umferðarinnar fram í mánuðunum maí til og með ágúst, en svipuð umferð er á vorin og haustin með sín 25% hvort tímabil.

 

Héðinsfjarðargöng heildarumferð í mánuði 2011

 

Hér er línurit sem sýnir það hvernig umferðin dreifðst yfir árið í Héðinsfjarðar- og Múlagöngum:

 

Héðinsfjarðargöng, meðalumferð allt árið 2011

 

Af meðfylgjandi töflu má lesa það hvernig einkenni umferðarinnar breytist lítillega eftir opnun Héðinsfjarðarganga. Þetta sést á því með því að bera saman umferð um Múlagöng árið 2010 og 2011.

Þar sést að helgarumferð um Múlagöng er að meðaltali tæplega 5% yfir ÁDU (meðalumferð á dag alla daga ársins) en virka daga er hún 2% undir ÁDU. Árið 2011 hefur þetta bil aukist lítillega eða í rúmlega 6% yfir um helgar og niður í tæp 3% um virka daga.

Þetta merkir að vægi helgarumferðar eða einkaerinda um Múlagöng hefur aukist hlutfallslega meira en umferð á virkum dögum. Enda hefur umferð um helgar aukist um 16% en á virkum dögum um 14% og í heild eykst umferð um Múlagöng milli áranna 2010 og 2011 um 15%.

Vægi milli helgar og virkra daga er aftur á móti minna í Héðinsfjarðargöngunum sjálfum eða nánast á pari við ÁDU, að meðaltali.

 

Héðinsfjarðargöng, meðltöl 2011

 

Þegar aftur á móti hver dagur fyrir sig er skoðaður, í Héðinsfirði, þá kemur eftirfarandi í ljós. Föstudagarnir eru langstærstir eða um 115% af ÁDU en þriðjudagarnir langminnstir eða ekki nema 94% af ÁDU. Þetta sýnir okkur hvað meðaltölin geta verið villandi.

Héðinsfjarðargöng, meðalumferð vikudagana 2011

 

Hér má sjá hvernig umferðin dreifir sér að meðaltali innan sólarhringsins eftir vikudögum.

Eins og sést þá er umferðin minnst frá miðnætti til sjö að morgni, hvers dags. Umferðin er aftur á móti mest frá kl. 14:00 - 17:00 dag hvern. Eins og búast mátti við er umferðin um helgar mjög lítil fram eftir degi en eykst síðan upp úr 11:00 fer hún í hlutfallslega að vera svipuð og virka daga og yfir í það að vera hlutfallslega meiri seinni part dags.

 

Héðinsfjörðargöng sólarhringsdreifing 2011