Fréttir
  • Umferðin árið 2011
  • Umferðin árið 2011 - uppsafnað
  • Umferðin árið 2011

Mesta samdráttarárið

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum dróst saman um 5,3 prósent

6.1.2012

 

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum dróst saman um 5,3 prósent árið 2011 frá árinu áður. Þetta er mesta samdráttarárið frá því að samantekt af þessu tagi var gerð eða síðan 2005. Til samanburðar dróst umferðin saman um 2,3% árið 2010 og um 1,7% árið 2008 en jókst um 6,8% árið 2007.

 

Fram til 2008 hafði aksturinn nánast aukist á hverju ári síðan 1975 a.m.k. Og samdrátturinn aldrei orðið þetta mikill. (Sjá skýringar á muninum á hugtökunum umferð og akstur inn í fréttinni) Samdráttur umferðarinnar í desember reyndist mikill frá sama mánuði árið 2010. Hann nam 9,5 prósentum. Umferðin í desember var minni en hún hefur verið síðan fyrir 2005.

 

Talnaefni

 

Milli mánaða 2010 og 2011:

Mikill samdráttur var í umferð og akstri á vegakerfinu í desember og er hann sá fjórði stærsti innan ársins. Þegar grafið um meðalumferð (sjá mynd) er skoðað þá vekur það athygli að nýliðinn mánuður er umferðarminnsti desembermánuður frá árinu 2005.

Af töflunni hér fyrir neðan má lesa að mikill samdráttur varð á öllum landssvæðum í umferð (fjölda bíla). Mest dregst umferð saman yfir teljara á Suðurlandi eða um samtals rúmlega 21%, sem verður að teljast mikið. Umferð dregst einnig mjög mikið saman á Austurlandi eða um rúmlega 19%. Minnst dregst umferð saman á og við höfuðborgarsvæðið eða um rúmlega 6%

Samtals dregst umferð saman um 9,5% milli desembermánaða 2010 og 2011, yfir teljarasniðin 16.

 

 

Umferðin árið 2011

 

 

Í heild milli ára 2010 og 2011:

Uppsöfnuð umferð í lok árs 2011 hefur dregist saman um 5,3% er það í nokkru samræmi við það sem búast mátti við.

Fyrir einstök svæði dróst umferðin mest saman á Suðurlandi eða um 9,5% en minnst á og við höfuðborgarsvæðið eða um 3,9%.

Á einstaka stöðum má nefna að mest dregst umferðin saman á Hellisheiði um 10,7% en minnst á Hringvegi á Mývatnsöræfum en þar varð lítilsháttar aukning sem nam 0,4%. Umferð um Hvalfjarðargöng dróst saman um 5,7%.

Eins og áður hefur komið fram, á þessum vettvangi, notast Vegagerðinhins vegar að öllu jöfnu við aksturstölur í sínum útreikningum. Umferðin eru bílar á sólarhring en akstur er fjöldi ekinna kílómetra.

Ef horft er til aksturstalna, þá getur verið snúið að bera saman heildarakstur á landinu öllu vegna reglulegra breytinga á vegakerfinu og síðan vegna breytinga á vegalögunum sjálfum, varðandi hvaða vegir skuli teljast opinberir þjóðvegir o.s.frv. Þegar slíkar breytingar verða á umferðarþungum vegum t.d. innan höfuðborgarsvæðisins, getur það haft mikil áhrif og e.t.v. skekkt samanburð milli ára. Niðurstöður á þessum 16 lykiltalningarstöðum kunna því að vera betri vísbending um raunverulegan mismun á umferð á milli ára.

Þegar reynt er að taka tillit til allra breytinga og líta á vegakerfið allt er ljóst að vísbendingar eru um að árið 2011 verði sögulegt samdráttarár, frá 1975 að telja. Verði niðurstaðan á landsvísu eithvað svipuð því sem talningar á þessum 16 stöðum gefa til kynna gætum við alveg eins átt von á allt að tvöfalt meiri samdrætti en hann hefur mestur orðið eða á milli áranna 1982 og 1983 en þá var hann tæplega 3%.

Eins og áður hefur komið fram þá mælir Vegagerðin umferðina í bílum/sólarhring og reiknar svo út akstur þ.e. fjölda ekinna km á ári.

Niðurstöður á talningastöðunum 16 gefa það til kynna að 6,2% samdráttur hafi orðið á akstri milli áranna 2010 og 2011.