Fréttir
  • Kveðja frá Vegerðinni

Þjónusta Vegagerðarinnar um áramótin

á gamlársdag og nýársdag

30.12.2011

 

Allar leiðir sem hafa 7 daga þjónustu verða þjónustaðar á nýársdag.

Á leiðum með minna en 7 daga mokstri, en með fastan mokstursdag á sunnudegi (nýársdegi), verður þjónustan flutt af sunnudegi yfir á laugardag (gamlársdag).

Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.

Vegagerðin óskar vegfarendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samskiptin á árinum sem er að líða.

Gamlársdagur:

Umferðarþjónustan mætir kl. 06:30. Upplýsingaþjónustan opin til kl. 13:00 en bakvakt eftir það, nema veðurhorfur verði slæmar en þá verður upplýsingaþjónustan opin fram eftir dagi. Lokar þá um kl. 16:00. 

Starfsmenn þjónustu- og vaktstöðva tryggja að vegir haldist samkvæmt snjómokstursreglum. Sé um ófærð að ræða gæti þjónusta á lengri leiðum staðið til kl. 17:00. Séu veðurhorfur góðar sem og  færð og ástand á vegum má reikna með að þjónustu geti lokið fyrr.

Nýársdagur:

Upplýsingaþjónustan er opin frá kl. 10:00 til kl 12:00. 

Upplýsingasíminn er 1777