Fréttir
  • Umferðaröryggisáætlun - skýrsla 2010

Skýrsla um umferðaröryggisáætlun 2010

kom út í desember - mikill fróðleikur

21.12.2011

Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar. Nú er komin út skýrsla um framkvæmd áætlunarinnar árið 2010. Lýst er aðgerðum og verkefnum, eftirliti, áróðri og fræðslu vegna hraðaksturs og bílbeltanotkunar. eyðingu svartbletta og bætingu á umhverfi vega, um hvíldarsvæði, um ölvunarakstur og forvarnir erlendra ökumanna svo nokkuð sé nefnt.

Athygli má vekja á viðaukum í skýrslunni, til dæmis um eyðingu svartbletta, lagfæringu á umhverfi vega og uppsetningu vegriða. Í þeim viðauka er listaðar upp allar þær fjörlmörgu aðgerðir sem farið var í á árinu 2010 til að bæta vegakerfið í umferðaröryggistilliti.

Skýrsluna má finna hér ásamt eldri skýrslum