Fréttir
  • Helgarumferðin 26. - 28. ágúst
  • Helgarumferðin 26. - 28. ágúst, meðaltal og samanburður

Tæplega 5% minni helgarumferð í ár

sé tekið mið af umferðinni í fyrra

29.8.2011

Um nýliðna helgi var umferðin á sex talningarstöðum við höfuðborgarsvæðið 4,3 prósentum minni en um sömu helgi í fyrra. Þetta er síðasta sumarhelgin í samanburði Vegagerðarinnar á helgarumferðinni á Hringveginum út frá höfuðborginni en í heild dróst sú umferð saman um 4,9 prósent á milli ára.

Af 13 samanburðarhelgum, helgunum í júní, júlí og ágúst, reyndist umferðin þrjár helgar meiri en um sömu helgar fyrir ári og þá tíu helgar minni.

4,3% minni umferð var á Hringvegi við höfuðborgarsvæðið um síðustu helgi borin saman við sömu helgi árið 2010.

Austur fyrir fjall varð 7,4% samdráttur en norður fyrir varð 0,2% aukning vegna óvenju mikillar umferðar um Árvelli miðað við sömu helgi árið 2010.

Um Hellisheiði fór 8,3% færri bílar en um sömu helgi 2010 og um Hvalfjarðargöng varð 2,6% minni umferð.

Í heild hefur þá umferðin um 6 mælisnið í kringum höfuðborgarsvæðið dregist saman um 4,9% í sumar, miðað við sumarið 2010.

Á einstaka stöðum er samdrátturinn eftirfarandi:

Ingólfsfjall við Selfoss 4,4% samdráttur

Hellisheiði 6,0% samdráttur

Geitháls 5,6% samdráttur

Árvellir 3,6% samdráttur

Hvalfjarðargöng 4,2% samdráttur

Hafnarmelar 6,2% samdráttur

 

Af þessu sést að hvergi hefur umferð aukist milli ára um helgar og hefur samdrátturinn orðið hlutfallslega mestur um Hafnarmela en litlu minni samdráttur mælist um Hellisheiði. 

Einungis þrisvar sinnum náði helgarumferðin að vera meiri nú í sumar miðað við árið 2010, eða um helgarnar:

10 - 12 júní 4%,

8 - 10 júlí 4,5%

12 - 14 ágúst 11,7%

 

Talnaefni

 

Athugið að allar tölur fyrir ári 2011, eru órýnd gögn sem geta breyst við endanlega yfirferð í lok árs. Þau eru því birt með fyrirvara.