Fréttir
  • Múlakvísl

Brúarsmíði gengur vel

12 staurar reknir niður í nótt

12.7.2011

Vel hefur gengið við brúarsmíðina við Múlakvísl í nótt. 12 staurar voru reknir niður í nótt en fyrsti staur var kominn niður klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Þannig eru komin upp þrjú svokölluð ok en stálbitar verða lagðir ofan á okin. Fjórða okið af alls tíu bætist við síðdegis. Reiknað er með að fyrstu stálbitar verði komnir upp síðdegis eða í kvöld.

Unnið er að smíði brúargólfsins samhliða og eru 40 metrar þegar tilbúnir á staðnum. Reiknað er með að í kvöld verði sjáanlegir um 50 metrar af brú. Í heild verður brúin 150-160 metrar.

Samhliða þessu verður haldið áfram að reka niður tréstaurana. Þeir eru 11-12 metra langir og eru reknir niður 8-9 metrar þannig að upp úr standa 2,5-3 metrar en brúargólfið mun vera um 4,0 metra yfir vatnsborðinu.

Undirbúningur að vegagerð að bráðabrigðabrúnni er einnig í fullum gangi og er byrjað að vinna grjót og koma því á staðinn en verja þarf veg og brú að austanverðu með grjótvörðum varnargarði.

Áætlun um að hægt verði að hleypa umferð á brúna uppúr miðri næstu viku stendur enn en hafa verður alla fyrirvara meðal annars með tilliti til vatnsmagns í ánni.

(Frétt kl 11:45) 

Short in English:

Work on buiilding the temporary bridge over Mulakvisl is progressing according to plan. Last night were 12 poles hammered down in the riverfloor. The first one was down at half past eleven last night.

Later today it is estimated that a 50 meters of bridge will be up of altogether 150-160 meters.

The poles are 11 - 12 meters long, 8-9 meters are hammered in the riverfloor so that about 2,5 - 3 meters stands up. Woodwork comes on top of the poles and then on top of those comes the stealbeams, and lastly the floor of the bridge, which will be 4 meters above the water.

It is still estimated that traffic can be put on the bridge in or just after the middle of next week, if no problems come up.