Fréttir
  • Mælingar

Leiðbeiningar um mælingar í vegagerð

nýjar leiðbeiningar voru að koma út

29.6.2011

Út er komið leiðbeiningarit hjá Vegagerðinni um mælingar í vegagerð. Ritið er hugsað til að samræma vinnulag og mæliaðferðir og er það von höfunda að þessar leiðbeinandi vinnulýsingar verði til að samræma vinnulag og vinnuaðferðir mælingamanna Vegagerðarinnar og þeirra sem sinna slíkum verkefnum fyrir stofnunina. 

Ritið er hér að finna.

Mælingamenn Vegagerðarinnar hafa síðustu áratugi séð um flestar þær landmælingar og hönnunarmælingar sem stofnunin hefur þurft á að halda vegna þeirra framkvæmda og rannsókna sem henni hafa verið falin. Til að samræma vinnulag og mæliaðferðir Vegagerðarinnar er talið nauðsynlegt að taka saman vinnulýsingar fyrir hinar ýmsu mæliaðferðir og gera grein fyrir hvernig standa skuli að mælingum fyrir hin ýmsu verkefni.

Leiðbeiningarnar voru unnar fyrir fé úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Jón Sverrir Erlingsson á Veghönnunardeild Vegagerðarinnar stýrði verkinu. Drög að leiðbeiningunum voru rýnd af mælingamönnum Vegagerðarinnar.