Fréttir
  • Snjóflóðavarnir á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes

Snjóflóðavarnir á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes

31.5.2011

Vegagerðin fyrirhugar að koma upp snjóflóðavörnum á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes. Gerðir verða þrír svokallaðir snjóflóðaskápar ofan við veginn og sett upp stálþil framan við skápana. Verður þetta gert í þremur giljum þar sem snjóflóð eru mjög algeng.

Á meðfylgjandi teikningu má sjá staðsetningu skápanna og þilja. Tvö þilin verða 40 m löng en það þriðja 50 metrar. Skápurinn verður grafinn og sprengdur inn í gilið aftan við skápinn og verður efnið notað í breikkun og lagfæringar á vegflá á um 0,9 km löngum kafla á framkvæmdasvæðinu.

Gera má ráð fyrir minniháttar töfum á framkvæmdasvæðinu á meðan á verkinu stendur. Ekki verður unnið að framkvæmdum um Verslunarmannahelgina og þegar Fiskidagurinn miklu eru enda má gera ráð fyrir talsverði umferð á þeim tímum.
Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október 2011.

Teikningar