Fréttir
  • Samgönguþing
  • Samgönguþing
  • Samgönguþing
  • Samgönguþing
  • Samgönguþing
  • Samgönguþing
  • Samgönguþing

Samgönguþing 2011

fjölmennt þing fjallaði um drög að stefnumótun

20.5.2011

Samgönguþing sem haldið var 19. maí sl. fjallaði meðal annars um drög Samgönguráðs að stefnumótun fyrir samgönguáætlun 2011 - 2022. Unnið verður áfram með áætlunina í sumar er ráðgert er að leggja hana fyrir Alþingi í haust.

Í stefnumótuninni er að finna markmið um helstu þætti samgöngáætlunar þ.e.a.s. um greiðar samgöngur, um umhverfislega sjálfbærar samgöngur, um hagkvæmar samgöngur, um öryggi í samgöngum og um jákvæða byggðaþróun.

Flutt voru erindi um drögin, en einnig um samþættingu áætlana og að lokum voru umræðu milli pallborðs og salsins. Glærur með erindunum og annað efni er að finna á vef samgönguætlunar.

Sjá einnig frétt innanríkisráðuneytisins.