Fréttir
  • Framkvæmdir við Suðurlandsveg

Framkvæmdir við Suðurlandsveg hafnar aftur

Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir – Draugahlíðar

10.5.2011

Um mánaðamótin apríl/maí hófst vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar að nýju eftir vetrarhlé. Verktaki vinnur nú að því að fjarlægja farg sem sett var á hluta vegarins og er það jarðefni sem tekið er úr farginu notað í aðra hluta vegarins. Fljótlega verður einnig hafist handa við gerð reiðganga við Litlu Kaffistofuna og einnig verður hafist handa við breikkun brúar yfir Fóelluvötn.

Verkið felst í tvöföldun Suðurlandsvegar, frá Lögbergsbrekku að Litlu Kaffistofunni, u.þ.b. 6 km kafli. Gerð verða ný vegamót við Bláfjallaveg, Bolaölduveg og Litlu Kaffistofuna. Einnig verða gerð göng fyrir hestamenn við Litlu Kaffistofuna. Það að auki þarf að lengja núverandi brú / ræsi yfir Fóelluvötn við Sandskeið. Búist er við að framkvæmdum við tvöföldun vegarins verði lokið haustið 2011 og að þá verði hægt að opna nýja veginn fyrir umferð. Eftir stendur þá ýmiskonar frágangur og malbikun á núverandi Suðurlandsvegi. Þessum verkþáttum verður að fullu lokið sumarið 2012.

Yfirlitsmynd framkvæmdanna