Fréttir
  • Undirritun viljayfirlýsingar

Brú og virkjun í Ölfusá

Viljayfirlýsing um könnun á hagkvæmni

25.3.2011

Vegagerðin og sveitarfélagið Árborg undirrituðu í dag 25. mars viljayfirlýsingu um að gera könnun á hagkvæmni sameiginlegs brúar- og virkjunarmannvirkis í Ölfusá vegna undirbúnings færslu Hringvegar 1 framhjá Selfossi í samræmi við samgönguáætlun.

Í þessu felst að Vegagerðin og Árborg hyggjast nýta tækifærið vegna brúarsmíðar yfir Ölfusá að kanna mögulegt hagræði af þeirri framkvæmd. Vegagerðin samþykkir að sameiginlegt mannvirki verði metið sem valkostur við gerð brúar yfir Ölfus á. Fyrirvari er um tímasetningar fjárveitingar og niðurstöður umhverfismats.

Leiði athugin í ljós að ekki sé hagkvæmt að byggja sameiginlegt brúar- og stíflumannvikri falla áformin niður og Árborg greiðir allan kostnað af hagkvæmnisathuguninni og öðrum undirbúningskostnaði sem ella yrði hluti virkjunar- og brúargerðarkostnaðar.