Fréttir
  • Breikkun Suðurlandsvegar

Blanda af 2+1 og 2+2

mismunandi útfærslur eru á breikkun vega út frá höfuðborginni

15.12.2010

Í mars árið 2009, eftir að fjárveitingar til vegamála fóru að dragast mjög saman, var tekin ný ákvörðun um breikkun Suðurlandsvegar og horfið frá því að allur vegurinn yrði 2+2 vegur með mislægum vegamótum. Niðurstaðan sem unnið hefur verið eftir síðan er blanda af 2+1 vegi og 2+2 vegi þannig að næst Reykjavík er 2+2 vegur, síðan tekur við 2+1 vegur yfir Hellisheiði að Kömbum. Milli Hveragerðis og Selfoss er miðað við 2+2 veg. 

Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvort notað verði svokallað þröngt þversnið eða breitt á þeim kafla og ekki heldur hvort gatnamót verða strax mislæg eða með hringtorgi til að byrja með. 

Varðandi aðrar breikkanir útfrá höfuðborginni er miðað við 2+1 veg frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum en 2+2 veg í gegnum Hafnarfjörð og framhjá álverinu í Straumsvík.

Frétt um breikkun Suðurldandsvegar frá því í mars 2009

Kynning á breikkun Suðurlandsvegar frá mars 2009